Aðeins um okkur…

Verslunin Z-brautir og gluggatjöld var stofnuð árið 1966 af Theodóri Marinóssyni og Magdalenu Sigríði Elíasdóttur. Þá var 1. hæð við Síðumúla var tekin á leigu, þar var sett upp lítið afgreiðsluborð sem og lítil verksmiðja þar sem samsetning gluggatjaldabrauta fór fram. Nokkrum árum síðar fór fyrirtækið að flytja inn gluggatjaldaefni og flutt var í húsnæði á Skúlagötu 61 síðan hafði verslunin lengi aðsetur í Ármúla 42 eða til ársins 1988. Þá flutti verslunin í eigið húsnæði í Faxafeni 14, þar sem hún er enn til húsa.

Z-brautir og gluggatjöld hafa áunnið sér virðingu og gott orðspor fyrir einstaka  þjónustu á sínu sviði. Auk þjónustu við einstaklinga leggjum við áherslu á heildarlausnir fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Dæmigert ferli slíkrar þjónustu felst í því að viðskiptavinurinn hringir og pantar mælingu eða máltöku. Að öðrum kosti getur viðskiptavinur komið í verslunina og fengið ráðleggingar og svör við spurningum.

Þegar litir, efni og mynstur hafa verið valin er boðið upp á að þjónustuaðilar frá versluninni komi á staðinn. Í slíkum tilfellum er mælt fyrir gluggatjöldum, auk þess sem fagleg ráð eru gefin. Gluggatjöld eru síðan útbúin og þau hengd upp hjá viðskiptavininum.

Í verslun Z brauta er að finna gríðarlegt úrval af öllum tegundum gluggatjaldaefna. Allt frá rúllum og strimlum upp í rafdrifin gluggatjöld af fullkomnustu gerð. Þar eru einnig fáanleg meðal annars handklæði, sængurfatnaður, dúkar og annarskonar gjafavara í miklu úrvali. Í versluninni er sérhæft afgreiðslufólk sem sinnir öllum viðskiptavinum af mikilli kostgæfni og þjónustulund.

Nú hafa Z-brautir hönd í bagga með heildarlausnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins t.d. Nýherja, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Össur, Actavis, KPMG, húsi Hæstaréttar, Nordica Hotel, Hilton, Storm Hotel, Sand Hotel og í fjölmörgum skólum og stofnunum landsins.

Eigendur og rekstraraðilar Z-Brauta í dag eru þau Guðrún Theodórsdóttir og Jón Hilmarsson.

Magdalena og Theodór

Jón og Guðrún Helga núverandi eigendur

GUÐRÚN HELGA
framkvæmdarstjóri

DÍSA
bókhald

ÁSDÍS
verslunarstjóri

FRÍÐA
sölumaður

JÓN
framleiðslustjóri

KOLBRÚN
framleiðsla

PÅLINA
saumastofa

VIÐ ERUM Í FAXAFENI 14

OPNUNARTÍMI

——————————————————————————————–

mánudaga til föstudaga
10:00 – 18:00

OPIÐ: MÁN TIL FÖST 10:00-18:00
Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, FAXAFENI 14, 108 REYKJAVÍK
verslun@z.is
525 8200